Ég hef sérstaklega gaman að upplýsingum sem flestum finnast óþarfi og ónýtanlegar. Veit ekki hvað veldur því en ég hef verið þannig síðan ég man eftir mér að ég vil vita sem mest um sem flest!
Hér eru einmitt svona upplýsingar. Þið getið annað hvort lesið þær hér eða flett í gegnum myndirnar en textinn er sá sami en bara á ensku.
- Konur í Kína klæðast rauðu þegar þær gifta sig
- Í Kína eru börn „eins árs“ daginn sem þau fæðast
- Adolf Hitler var valinn maður ársins árið 1938 af Time
- Köngulær eru með glært blóð
- Kettir finna ekki sætt bragð
- Sniglar eru 115 daga að komast eina mílu
- Allar fjaðrir dúfu eru til samans þyngri en öll beinin í henni
- Uglur eru einu dýrin sem borða skunka
- 8 af hverjum 10 sem heyra orðið „geisp“ eða sjá einhvern geispa, finnast þeir þurfa geispa sjálfir
- Býfluga notar 20 vöðva til að stinga
- Maður heyrir ekki jafn vel þegar maður er saddur
- Hljóðið sem þú heyrir þegar þú setur kuðung upp að eyranu er bergmál af þínu eigin blóðstreymi í eyranu
- Höfrungar eru með stærri heila en mennirnir
- Það sem stendur oftast í fólki er tannstöngull
- Beltisdýr eignast alltaf fjögur afkvæmi í einu og þau eru öll af sama kyni
- Fíll getur gengið með afkvæmi sitt í næstum 2 ár
- Borðtennis er þjóðaríþrótt Kína
- Leonardo Da Vinci gat skrifað með einni hönd og teiknað með hinni, á sama tíma
- Meðal endingartími dollaraseðils í Bandaríkjunum eru 18 mánuðir
- Egyptar rökuðu af sér augabrúnirnar til forna ef kötturinn þeirra dó
- Hrökkáll gefur sjálfum sér rafstuð ef hann er settur í saltvatn
- Í Bandaríkjunum er bannað að hafa mynd af lifandi manneskju á frímerkjum
- Rottur geta ekki ælt
- Það er hægt að kassavenja beltisdýr
- Gler er eina efnið sem styrkist við það að vera í vatni
- Ef þú ert með 5/8 hluta af dollaraseðli þá geturðu borgað með honum
- Skröltormur getur bitið þig í um það bil klukkustund eftir dauða sinn
- Í 5 spila póker geta komið upp 2.598.960 „hendur“
- Í Úganda og Kenýa eru símastaurar hærri en gengur og gerist vegna þess að þar eru á ferli gíraffar
- Hver manneskja missir um 18 kg af skinni yfir ævina
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.