Óþekkjanlegur Jake Gyllenhaal

Jake Gyllenhaal (33) grennti sig mikið fyrir  myndina Nightcrawler, en hann léttist um tæp 14 kg fyrir þá mynd. Fyrir næstu mynd sína, Southpaw, hefur hann gjörbreytt sér enn og aftur. Í myndinni leikur hann boxara sem er að byrja aftur í íþróttinni aftur eftir hlé. Leikstjóri myndarinnar er Antoine Fuqua og segir hann við Deadline Hollywood: „Þið munuð aldrei sjá Jake með sömu augum aftur. Ég hef látið hann æfa tvisvar á dag í boxhringnum. Við höfum breytt honum í algjört villidýr!“

 

Sést hefur til Jake í líkamsræktarstöðinni Floyd Mayweather’s í  Las Vegas þar sem hann hefur verið að berjast við alvöru boxara.

Mynd: SCOTT GARFIELD/THE WEINSTEIN COMPANY
Mynd: SCOTT GARFIELD/THE WEINSTEIN COMPANY

Jake Gyllenhaal létti sig um tæp 14 kíló og er gjörbreyttur

Hjartaknúsarinn Jake Gyllenhaal kominn með kærustu

Rennandi blautt atriði með Jake Gyllenhaal og Jimmy Fallon

 

 

SHARE