Eldhús Kalila var gert árið 1975 og eitt og annað hefur verið gert fyrir það síðan, eins og nýr eldhúsbekkur, uppþvottavél og ísskápur. Annars var allt eins og það var, þegar eldhúsið var sett upp.
Sjá einnig: 10 eldhús sem eru ekki bara HVÍT
Kalila vildi taka eldhúsið í gegn og hafa það léttara og opnara. Hún vildi líka að öll breytingin kostaði minna en 5000 dollara, eða um 627 þúsund krónur.
Hún málaði alla skápana sjálf og fékk smá hjálp frá manninum sínum með borðplötuna. Endanlegur kostnaður var 6300 dollarar eða um 790 þúsund krónur en inni í þeirri upphæð eru allskonar ný tæki eins og ísskápur, uppþvottavél og nýr vaskur. Nokkuð gott miðað við breytinguna. Sjá einnig: 16 frábær ráð úr eldhúsinu
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.