Saga af sigri. Saman léttust þau um 250 kg.
Þau heita Justin and Lauren Shelton og eru 27 og 26 ára.
Justin var orðinn nærri því 300 kg. og Lauren 170kg.
Þau segja bæði að þessi mikla fita hafi safnast alveg fyrirhafnarlaust á þau. Justin slasaðist þegar hann var í gagnfræðaskóla og hélt mikið kyrru fyrir eftir það og gerði lítið annað en borða. Lauren seildist í matinn ef eitthvað bjátaði á og át sér til huggunar. Og áður en þau litu við réðu þau ekki við það sem var að gerast og gáfust reyndar upp að reyna að sporna við fitusöfnuninni.
Vendipunkturinn þegar læknar gátu ekki rannsakað hann eins og þurfti vegna fitu.
Þau áttuðu sig bæði á því að þau væru á hættulegri braut og yrðu að breyta um stefnu. Svo gerðist það í desember 2011 að Justin varð að fara á bráðamóttökuna og ekki var hægt að rannsaka hann eins og hefði þurft því að hann var of þungur fyrir tækin. Læknarnir giskuðu á hvað væri að honum og gáfu honum lyf í samræmi við það.
Það var á þessu augnabliki sem þau ákváðu að taka í taumana. „Þetta var eins og að vakna“, segir Justin. „Ég var orðinn örþreyttur á allri þessari þyngd og ákvað að reyna að segja skilið við vanlíðanina og leggja mig allan fram við að ná heilsu“. Lauren ákvað að fara í þessa sömu vegferð með manni sínum.
Hættu að nota salt, borðuðu ekki brauð, feitt kjöt, lítið af kornmat og sósum og olíum.
Þau fóru á heilsugæslu hverfisins og ráðgjafi þar sagði þeim mjög vel til hvernig þau skyldu byrja. Þau tóku til í eldhússkápunum hjá sér og náðu sér síðan í mat við hæfi. Þau hættu að nota salt, borðuðu ekki brauð, lítið af kornmat, olíur og sósur hurfu eins og líka feitt kjöt. Í staðinn kom prótínauðug fæða, magurt kjöt og fiskur, ávextir og grænmeti og þau fóru mjög sjaldan á veitingastaði.
Æfa í sal 6 daga vikunnar
Þau fóru mjög varlega í að æfa sig fyrstu mánuðina en smá bættu við æfingarnar eftir því sem þau léttust. Nú, þegar þau hafa unnið tvö ár að þessu verkefni æfa þau í sal sex daga vikunnar og gera oftar en ekki líka eitthvað skemmtilegt á kvöldin og um helgar. Stundum komu erfiðir tíma og þá gátu þau veitt hvort öðru góðan og öruggan stuðning. Þau segja bæði að „þessi ferð“ hefði orðið erfiðari ef þau hefðu ekki haft hvort annað sér til stuðnings.
Lífsgæðin hafa stórlega aukist og nú geta þau gert ýmislegt sem þau voru hætt að geta gert. Þau gleðjast yfir ýmsu sem aðrir hugsa ekki út í eins og t.d. því að geta farið inn í búð og keypt sér föt eins og annað fólk, sett á sig beltin í flugvél, setjast á venjulega stóla og fara í „rússíbana“. Áður snérist tilveran um hvað og hvar þau myndu borða en nú hugsum við um hreyfingu og samveru. Nú heilsum við hverjum degi með gleði og hlökkum til að njóta hans. „Við höfum ekki alveg náð takmarkinu sem við settum okkur en við erum glöð og hamingjusöm og hlökkum til famtíðarinnar“.
Svona líta þau út í dag
Justin kominn niður í 120kg. og Lauren í 82 kg.