Laxerolía hefur verið notuð til ýmissa nota í afar langan tíma. Olían er unnin úr Castor baunum og eru steinefnin og próteinin sveppaeyðandi og sýkladrepandi, en það er einmitt þess vegna sem olían er svo góð fyrir okkur.
Sjá einnig: DIY: Fáðu lengri augnhár á stuttum tíma
Laxerolían er sneisafull af E-vítamíni og er því frábær fyrir bólótta húð og sem öldrunarkrem. Þrátt fyrir að olían sé ekki bragðgóð, eru til margar leiðir til að bæði taka olíuna inn og nota hana í fegurðarrútínuna þína.
Linar liðverki – Olían er sérelega góð til að minnka liðverki. Berðu olíuna beint á svæðið, hún smýgur inn í ónæmiskerfið og hefur áhrif á hóstakirtilinn. Hún inniheldur einnig rýsínólsýru sem hefur bólgueyðandi áhrif.
Minnkar vöðvaverki – Olían bætir blóðflæði og er sérlega góð til þess að mýkja stirða vöðva. Einnig er hún tilvalin nuddolía.
Náttúrulega hægðalosandi – Ef þú hefur áhuga á því að hreinsa á þér þarmana almennilega er þessi olía rétta lausnin fyrir þig. Mundu að taka ekki of mikið inn í einu, heldur finna út hversu mikið magn dugir til. Settu eina til tvær matskeiðar út í appelsínusafa og þú munt ekki finna bragðið.
Eykur hárvöxt – Settu laxerolíu á eyrnapinna og berðu á það svæði sem þig langar í meiri hárvöxt. Með því að nudda laxerolíu í hársvörð þinn, eykst blóðflæðið og hárvöxturinn þéttist.
Nærir hárið – Berðu laxerolíu í endana á hárinu þínu til þess að gera það mýkra og virðast þykkara. Það dekkir einnig hár þitt, þar sem þurrir endar eru oftar en ekki ljósari en heilbrigt og vel nært hár.
Náttúrulegur maskari – Prófaðu að bera á þig laxerolíu eins og maskara. Olían gerir augnhárin bæði dekkri og þykkir þau. Einnig er hægt að búa til maskara með því að blanda saman laxerolíu, býflugnavaxi og koli eða kakódufti fyrir lit.
Gefur raka og meðhöndlar húðvandamál – Olían er svolítið þykk, svo þú þarft ekki mikið til að bera á andlit þitt. Þú getur einnig blandað henni saman við smá kókosolíu til að fá þá áferð sem þú kýst. Þú getur notað hana til að meðhöndla bólótta húð og hún er góð á vörtur, húðflipa og á þurra húð. Hún meðhöndlar húðina á undraverðan máta vegna fitusýra sem í henni eru, ásamt því að hún er full af E-vítamínum. Berðu hana beint á húðina til að losna við óvelkomna flekki.
Bætir svefn – Olían hjálpar þér að sofna hraðar og sofa betur. Fáðu þér eina matskeið af laxerolíu eða berðu olíuna á augnlokin þín.
Fáðu betri neglur – Laxereolía styrkir neglurnar og naglaböndin, losar þig við naglasvepp .
Smurefni – Laxerolía er frábært til að smyrja áhöld og á allt annað sem þarfnast smurningar.
Nú er alveg spurning um að athuga hvort laxerolía sé lausnin á þínum vanda og verða sér úti um eina flösku.
Heimildir: Little Things
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.