Hún heitir Zubaida og kemur frá afskekktu þorpi í Afganistan. Árið 2001 lenti hún í skelfilegu bruna slysi, þá aðeins 9 ára gömul, þar sem andlit hennar, bringa og önnur hendin hreinlega bráðnaði saman af sökum brunans.
Vegna skorts á læknisþjónustu á þessu svæði, sögðu læknar foreldrum hennar að ekkert væri hægt að gera og þurfti hún því að lifa með þessu skelfilegu afleiðingum. Hún átti erfitt með að borða og sofa, bæði vegna þess að hún gat hvorki lokað augum sínum né munni.
Sjá einnig: Brettastúlkur í Afganistan – Myndband
Einn daginn árið 2002 ákvað faðir hennar að fara með hana í bandarísku herbúðirnar á svæðinu. Hermennirnir fundu til með ungu stúlkunni og höfðu því samband við bandarískan lýtalækni staðsettan í Los Angeles. Peter Grossman sérhæfir sig í brunafórnalömbum og ákvað hann að hitta á Zubaida og sá hann um leið að ástand hennar var mjög alvarlegt.
Peter varð sí nánari stúlkunni og bauðst hann til að sjá um hana, vegna þess að foreldrar hennar þurftu að fara aftur til Afganistan. Zubaida dvaldi á heimili þeirra hjóna, en þau höfðu alltaf verið barnlaus og veitti hún þeim milka gleði.
Sjá einnig: Flugvél frá Bandaríkjunum hrapar í Afganistan – Myndband
Hann sá að hún myndi koma til með að þurfa að fara í margar aðgerðir og að ferlið myndi taka um það bil þrjú ár. Unga stúlkan lærði ensku á 12 vikum og byrjaði að kalla Peter og konu hans mömmu og pabba. Henni gekk þó svo vel að hún náði að jafna sig á öllum aðgerðunum á einu ári og fór hún í 10. aðgerðina sína á 11 ára afmæli sínu. Tók þá Peter sig til og ferðaðist aftur með stúlkuna til Afganistan, en foreldrar hennar trúðu vart sínum eigin augum þegar þau sáu dóttur sína aftur.
Sjá einnig: Saklaus börn og almennir borgarar látnir í Sýrlandi – ATH myndir í þessari grein eru ekki fyrir viðkvæma
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.