Ótrúlegt raddsvið söngkonu sýnir hana í nær ómennsku ljósi

Hér má hlýða á þýsku söngkonuna Anne-Maria Hefele, sem á myndbandinu hér að neðan sýnir margradda tækni – þar sem hún syngur margar nótur á sama tíma.

Anne hefur æft tæknina í fjölmörg ár og segir galdurinn fólginn í því að syngja tvær nótur samtímis, en hún getur samtímis haldið uppi samhljóma lágri nótu og einnig klifið upp á háa skalann samtímis.

Myndbandið er ótrúlegt og magnað að hugsa til þess að mennsk rödd skuli fær um að framkalla þessi hljóð en verður nær lygilegt á 3:25 mínútu þegar Anne syngur tvær samhljóða nótur í sitthvorri tóntegundinni samtímis:

 

SHARE