Hér má hlýða á þýsku söngkonuna Anne-Maria Hefele, sem á myndbandinu hér að neðan sýnir margradda tækni – þar sem hún syngur margar nótur á sama tíma.
Anne hefur æft tæknina í fjölmörg ár og segir galdurinn fólginn í því að syngja tvær nótur samtímis, en hún getur samtímis haldið uppi samhljóma lágri nótu og einnig klifið upp á háa skalann samtímis.
Myndbandið er ótrúlegt og magnað að hugsa til þess að mennsk rödd skuli fær um að framkalla þessi hljóð en verður nær lygilegt á 3:25 mínútu þegar Anne syngur tvær samhljóða nótur í sitthvorri tóntegundinni samtímis:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.