MAGNAÐ ATRIÐI: Ótrúlegur liðleiki Ross systra

Þær gengu ekki bara í hnésíðum pilsum og elduðu kjöthleif, konurnar hér fyrr á árum. Reyndar voru formæður okkar fjölhæfar, kattliðugar margar hverjar og sjálfstæðar með eindæmum.

Ross systur voru þannig geysivinsælar vestanhafs á fjórða áratug síðustu aldar, en þó þær væru feykiflínkar á sviði var einkalíf þeirra enginn dans á rósum. Tríóið samanstóð af þeim Aggie, Elmira og Maggie en þær komu meðal annars fram á sviði á Broadway og birtust í kvikmyndum á hvíta tjaldinu.

Samhæfing þeirra var svo aðdáunarverð og hæfileikar þeirra svo náttúrulega undraverðir að enn sætir eindæmum. Þær voru kontortionistar ef svo má að orði komast, kattliðugar og ótrúlegar.

Fáránlega flott enn þann dag í dag, Ross systur eru undraverk!

 

 

SHARE