Þær gengu ekki bara í hnésíðum pilsum og elduðu kjöthleif, konurnar hér fyrr á árum. Reyndar voru formæður okkar fjölhæfar, kattliðugar margar hverjar og sjálfstæðar með eindæmum.
Ross systur voru þannig geysivinsælar vestanhafs á fjórða áratug síðustu aldar, en þó þær væru feykiflínkar á sviði var einkalíf þeirra enginn dans á rósum. Tríóið samanstóð af þeim Aggie, Elmira og Maggie en þær komu meðal annars fram á sviði á Broadway og birtust í kvikmyndum á hvíta tjaldinu.
Samhæfing þeirra var svo aðdáunarverð og hæfileikar þeirra svo náttúrulega undraverðir að enn sætir eindæmum. Þær voru kontortionistar ef svo má að orði komast, kattliðugar og ótrúlegar.
Fáránlega flott enn þann dag í dag, Ross systur eru undraverk!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.