Þessi auglýsing var gerð í Singapore og það er nokkuð augljóst hvers vegna hún er óviðeigandi
Þessi kom í kjölfarið á hinni auglýsingunni. Burger King neitaði að sjálfsögðu allri ábyrgð og kenndi þarna um auglýsingafyrirtækinu í Singapore.
Þessi auglýsing fyrir Ford var fyrir mistök birt í Indlandi og sýnir Silvio Berlusconi í Ford Figo og er hann með 3 stúlkur bundnar og keflaðar niður í skottinu.
Þessi auglýsing var í sömu seríu en hún sýnir Paris Hilton sigri hrósandi með Kardashian systurnar í skottinu en allar þessar konur eru raunveruleikastjörnur. Ford baðst afsökunar opinberlega vegna þessa tveggja auglýsinga.
Þessi auglýsing var gerð af brasilísku fyrirtæki fyrir World Wildlife Fund og í henni eru margar flugvélar á leiðinni á tvíburaturnana en boðskapur auglýsingarinnar var að segja fólki að 100 sinnum fleira fólk hafi látist í flóðbylgjum en í árásinni á tvíburaturnana. Eftir að auglýsingin var sýnd og allt varð vitlaust gaf WWF frá sér yfirlýsingu sem sagði að þeir hefðu ekki viljað birta þessa auglýsingu og köstuðu ábyrgðinni yfir á brasilíska auglýsingafyrirtækið.
Hér er auglýsingin eins og hún birtist í sjónvarpi: