Eins og það er dásamlegt að versla og fá föt á börnin sín þá er að sjálfsögðu misjafnt hvað foreldrar telja falleg föt. Börnin eru heldur ekki skoðunarlaus og oftar en ekki vita þau svo sannarlega í hverju þau vilja klæðast sem er frábært.
Hinsvegar það sem ég hef oft séð eru föt með óviðeigandi texta eða orðum á fatnaðinum sem er ekki við hæfi að börn klæðist.
Hugsanlegt er að foreldrar eða sá sem gefur barninu fötin átti sig ekki á meiningu textans eða orðsins.
Flestir hafa séð stelpur um 12 ára aldur í buxum sem stendur á rassinum ,,jucy‘‘ á eða ,,sexy‘‘.
Einnig er gjarnan hægt að finna og sjá óviðeigandi orð á nærfatnaði hjá litlum stúlkum, ég hef séð á þeim standa ,,spring time‘‘.
Það hefur komið fyrir að ömmur og afar versla á börnin þegar þau fara erlendis en þar er fatnaður gjarnan merktur með hinum ýmsu orðum og textum og amman og afinn í góðmennsku sinni eru að versla á barnabörnin sín en átta sig ekkert á meiningu orðanna.
Ég veit um dæmi sem 13 ára stelpa fékk bol sem stóð á ,,I am sexy beast‘‘ sem er vægast sagt óviðeigandi að mínu mati en þessi bolur var að sjálfsögðu tekinn úr umferð og amman dauðskammaðist sín auðvitað.
Bolur sem stúlka um 10-11 ára aldur fékk bol sem á stóð með glimmer stöfum ,,PORN‘‘ og svo var stjarna fyrir neðan og á því að þýða ,,porn star‘‘ eða klám stjarna á okkar tungumáli.
Önnur fékk svo kjól sem var með marijúana laufi á og stóð fyrir neðan ,,legalize cannabis‘‘ , hún var um 11 ára.
Stúlka um 12 ára var í kjól sem á stóð ,,My next boyfriend will be normal‘‘.
Ætli þessi litla stúlka hafi átt marga kærasta?
Ég hugsa að við séum öll sammála um að þessi fatnaður eða orð hæfa ekki börnunum okkar og því ætti að láta vita af þessu. Eins og ég sagði áðan þá er ekki endilega víst að gefandinn átti sig á því hver meining orðanna er og því er nauðsýnlegt fyrir foreldra að vera meðvituð um þetta og taka þá fatnaðinn úr umferð.
Ég myndi ekki vilja að 11-13 ára dóttir mín væri með vinkonum sínum úti að leika sér í buxum sem á stæði ,,sexy‘‘ eða eitthvað af þeim orðum sem þarna standa.
Endilega deilum svo fólk skoði betur í hverju börnin okkar ganga.