Kylie Jenner mætti í þessum heilgalla ef svo má segja í partý til systur sinnar Khloe Kardashian.
Kylie er einungis 17 ára gömul og hafa fjölmiðlar fjallað mikið um það að fataval hennar sé óviðeigandi þar sem hún sé svo ung.
Kylie Jenner mætti í teitið með orðuðum kærasta sínum Tyga sem er 25 ára gamall en þau hafa ekki viðurkennt samband sitt þar sem Kylie er undir lögaldri. Þau geta þó farið að flagga sambandinu sínu þann 18. ágúst á þessu ári en þá verður Kylie 18 ára.
Khloe Kardashian mætti heldur settlegri í teitið sitt en hún klæddist gráum kjól og hælum sem voru reimaðir upp í hermanna stíl.
Það sem vakti einnig athygli fjölmiðla var að Khloe var ekki með systur sinni Kourtney í Las Vegas til að fagna afmæli þeirrar síðarnefndu. Æstir Kardashian aðdáendur þurfa þó ekki að hafa áhyggur af því að illindi séu á milli þeirra systra því Khloe birti mynd af systur sinni á Instagram þar sem hún óskaði henni innilega til hamingju með daginn. Kourtney birti síðan mynd af afmæliskortinu sem Khloe sendi henni þar sem hún fór ákaflega fallegum orðum um systur sína.
Sjá einnig: Er Kylie Jenner búin að gata á sér geirvörturnar?
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.