Þetta eru feðginin Greg Wickherst og Izzy. Við höfum áður sagt ykkur frá þeim en Greg fór á hárgreiðslunámskeið til að læra að greiða dóttur sinni.
Nú hefur hann tekið greiðslunar skrefi lengra en hann hefur gert miklar og flottar jólagreiðslur í litlu prinsessuna.
Í seinustu viku var „Brjálaður hárdagur“ í skólanum hjá Izzy og þá var mikil pressa á Greg að gera glæsilega greiðslu í hana.
„Mig langaði að gera eitthvað frumlegt og fyrst það eru jól ákvað ég að setja jólatré á höfuðið á henni.“
Eftir greiðsluna með jólatrénu fóru hjólin að snúast og greiðslurnar komu hver af annarri.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.