Agnes M. Sigurðardóttir, biskup fagnaði kjöri páfa og hvatti fólk til þess að biðja fyrir páfanum. Nýkjörni páfinn hefur opinberlega talað um að fóstureyðingar séu rangar og að mæður sem hefðu ákveðið að eignast börn sín hefðu gert rétt með því að fara ekki í fóstureyðingu. Þá er ágætt að velta því fyrir sér hvað honum finnst um konur sem taka þá ákvörðun að gangast undir fóstureyðingu, já honum finnst þær hafa syndgað. Að hans mati á að banna konum að fara í fóstureyðingu og nota getnaðarvarnir.
Er þetta ekki bara nýr páfi en sama ruglið? jú það er nokkuð ljóst, því að geðveikin og fordómarnir enda ekki hér.
Páfinn hefur einnig lýst því yfir að hann sé bæði á móti því að samkynhneigð pör fái að ættleiða börn og að samkynhneigðir fái að ganga í hjónaband. Þetta kemur líklega engum á óvart en mér finnst ótrúlegt hversu mikið af einhliða, jákvæðum fréttum hafa verið sagðar út um heim allan af nýkjörna páfanum. Væri ekki rétt að við, sem siðmenntað samfélag myndum einmitt tala aðeins um hvað páfinn stendur fyrir? að samkynhneigðir hafi ekki réttindi, séu ekki viðurkenndir í okkar samfélagi og að konur hafi ekki rétt yfir eigin líkama.
Ég fagna í það minnsta seint kjöri nýs páfa!