Nú eru komin 19 ár síðan Pamela Anderson (49) hengdi upp rauða sundbolinn sinn og hætti í Baywatch. Hún var þekkt um heim allan fyrir að vera kyntákn á sínum tíma og menn hengdu upp myndir af henni í búningsklefum sínum.
Sjá einni: Pamela Anderson: „Ég er læknuð“
Í gegnum árin hefur Pamela þurft að kjást við ýmislegt mótlæti. Hún hefur verið með með vafasömum karlmönnum, barist við lifrabólgu c og klippt af sér allt hárið. En eitt sem hefur aldrei breyst hjá Pamelu og það er líkami hennar og ljósa hárið. Hún hefur alla tíð verið í góðu líkamlegu formi og því á það sama við í dag.
Pamela segir að fyrirmyndir hennar í lífinu eru Brigitte Bargot, Marilyn Monroe, Raquel Welsh, Romy Schneider, Anita Ekberg og Ursula Andress. Hún er einnig þekkt fyrir að vera með þeim fystu sem gáfu út klámmyndbönd af sér og hún hefur hún verið í mörgum Playboy tímaritum. Um þessar mundir er Pamela að reyna að enduruppgötva sig.
Pamela kennir klámi um aukna skilnaðartíðni og segir það vera ástæðu fyrir rangri hugmynd ungra karlmanna á kynlífi. Hún segist þó ekki sjá eftir tíma sínum í þeim bransanum og að þar eigin hún margar minningar sem henni þykir vænt um.
Sjá einnig: Geymdi lokk af hári Pamela Anderson til að monta sig
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.