Paris Hilton hefur ekki verið neitt sérstaklega áberandi upp á síðkastið. Núna prýðir hún þó forsíðu tímaritsins ODDA og inniheldur ritið meðal annars myndþátt þar sem Paris er í hlutverki óþekkrar Barbídúkku. Hún sést til dæmis slaka á í hægindastól með kviknakinn Ken sér við hlið og leika við hvolpinn sinn umkringd nöktum Barbídúkkum. Frumlegt mjög.
Sjá einnig: Manstu þegar Kim Kardashian og Paris Hilton voru bestu vinkonur?
Í myndatökunni er Paris klædd í Moschino frá toppi til táar.
Sjá einnig: Nýtt tónlistarmyndband frá Paris Hilton