Á heimasíðunni Allskonar er að finna mjög margar góðar uppskriftir og við rákumst á þessa þarna inni.
Parmesan kartöflur fyrir 4
- 1 kg kartöflur
- 3 msk olía
- 5 tsk hveiti
- 75gr parmesan, rifinn
- 2 msk söxuð steinselja
- 1 grein rósmarín
Undirbúningur: 10 mínútur
Eldunartími: 40 mínútur
Byrjaðu á að hita ofninn í 200°C.
Flysjaðu kartöflurnar og skerðu í tvennt, settu í saltvatn og láttu sjóða í 2 mínútur. Láttu renna af þeim í sigti og dreifðu vel af ólífuolíu yfir.
Á meðan kartöflurnar sjóða seturðu í skál hveiti, parmesan og steinselju og smá salt.
Þegar þú ert búin að setja ólífuolíuna yfir kartöflurnar skellirðu þeim út í skálina með hveitiblöndunni og hrærir varlega.
Taktu nú eldfast mót, settu smá olíu í það og inn í ofn til að hita olíuna, í um 2 mínútur.
Taktu mótið varlega út, settu kartöflurnar í, leggðu rósmaríngreinina ofan á og bakaðu í ofni í 40 mínútur.
Veltu þeim við þegar eldunartíminn er hálfnaður, eða eftir 20 mínútur.
Stráðu smá steinselju yfir þegar þú berð þær fram.
Njótið vel!
Endilega smellið einu like-i á
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.