Liturinn er Ljósgullinn
Þarna er mikil sæta ávextir á borð við melónu, flottur páskabjór sem hægt er að sötra nokkra af í einu.
7% – 33cl flöskur – 700 kr
Færa má rök fyrir því að páskabjór Borgar í ár eigi sér tæplega 2000 ára langa sögu. Töluvert reyndi á fórnarlund og trúfestu bruggmeistaranna enda var allt kapp lagt á að finna hið himneska jafnvægi milli allra hráefna í þessu ávaxtaríka en þurra ljósöli.
Súkkulaðið frá Omnom handverkssúkkulaðigerðinni í Madagaskar situr syndsamlega lengi eftir en það er hins vegar eikarþroskunin sem gefur Jesú áhugaverða dýpt sem vert er að lofsyngja sérstaklega.
24 1Faðir vor, Borg boðar sænskt og kærleiksríkt pilsnermalt.
2Drottins útvalda humla frá Englandi og Slóvakíu
og heilaga þrenningu gerstofna
frá Belgíu, Englandi og
Bandaríkjunum.
3Af ávöxtunum skulum vér þekkja Jesú;
appelsínur, nektarínur, mangó.
Og kakóbaunir frá
Madagaskar;
í fullkomnu jafnvægi fögnuðar
og friðar.
4 Og himneskt súkkulaðið situr eftiir.
Að eilífu, amena
a Vantar í sumar flöskur
Páskagull er bjórinn frægi sem banna átti um síðustu páska vegna umbúðanna sem höfða átti svona svakalega til barna útaf gula litnum og páskaunganum sem á dósinni er.
Ef Gull er bjórinn þinn þá ætti þessi að skila sínu sem páskabjórinn þinn
5,2 % – 33Cl Dós – 309 kr