Páskabjórsumfjöllun – Páskakaldi og Þari frá Steðja

 

kaldi

 

Páskakaldi sver sig í ætt við aðra eðal bjóra frá Bruggsmiðjunni Kalda

Bruggaður eftir gamalli hefð Tékkneskra bjóra , nema hvað vatnið kemur úr lind sem er við Sólarfjall í Eyjafirði.

Páskakaldi er fallegur á litinn rauður og flottur.

lakkrís , kakó , súkkulaði og smá járn

hentar fjöldanum sem ætlar sér að fá sér páskabjór með lambahryggnum á páskunum og hinum sem ætla bara að drekka í sig páskana með nokkrum bjórum.

5.2%  –  33cl gler – 395 kr

 

unnamed

 

Þari Páskabjór Steðja

Svo er það sérkennilegasti Páskabjórinn sem auðvitað kemur frá Steðja sem er án efa umdeildasta bruggsmiðja í heimi eftir síðasta bjór sinn (Hvalabjórinn) sem næstum því var bannaður.

Það er rosalegt bragð sem kemur í gegn af þaranum sem gæti ekki hentað þeim sem vanari eru venjulegum lager bjórum.

Sætan í honum yfirgnæfir og þetta er svona bjór sem ég persónulega drekk bara einn í einu af og þá með mat.

Mér finnst frábært hvað Steðji er frumlegur og þorir að prófa hluti sem svo margir þora ekki, en það er kannski svo og svo mikið pláss fyrir slíkt eins og er á markaðnum okkar á Íslandi?.

4.8 %  – 33 cl gler  – 444 kr

Þá hafði það greinar haf birst um alla þessa páskabjóra okkar ,

Gleðilega Páska

paskabjorinn-600x400

 

Mynd Haukur Heiðar Leifsson

SHARE