Þar sem páskarnir eru á næsta leiti er ekki úr vegi að eiga smávegis gæðastund með börnunum sínum og föndra með þeim páskaskraut. Auðvelt er að lita egg sem hægt er að nota til skrauts á ýmsa vegu yfir páskahátíðina.
Það sem þarf til verksins er:
Hrá egg eða egg sem búið er að blása innihaldið úr.
Mikið af laukhýði – gefur brúnan lit
Slatta af Túrmerik – gefur gulan lit
1 lítil rauðrófa – gefur rauðbleikan lit
Lítil blóm eða lauf
Gamlan nælonsokk
Teygjur eða bómullarþráð
Skæri
Nál
Pottur
Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.