
Þar sem páskarnir eru á næsta leiti er ekki úr vegi að eiga smávegis gæðastund með börnunum sínum og föndra með þeim páskaskraut. Auðvelt er að lita egg sem hægt er að nota til skrauts á ýmsa vegu yfir páskahátíðina.
Það sem þarf til verksins er:
Hrá egg eða egg sem búið er að blása innihaldið úr.
Mikið af laukhýði – gefur brúnan lit
Slatta af Túrmerik – gefur gulan lit
1 lítil rauðrófa – gefur rauðbleikan lit
Lítil blóm eða lauf
Gamlan nælonsokk
Teygjur eða bómullarþráð
Skæri
Nál
Pottur

Ef þið viljið að eggin endist lengur þá er gott að blása þau annars eru þau sett hrá í pottinn. Lítil göt eru stungin á enda eggjanna með nál. Notið nálina líka til þess að stinga á eggjarauðuna, haldið egginu yfir skál og blásið öðru megin þannig að innvolsið leki út.



Góða skemmtun.
Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.