Páskakonfekt

Þessi dásemd kemur frá Eldhússystrum. Alveg málið að gera svona fyrir páskana.

Páska konfekt

40 möndlur
200 gr odense konfektmarsipan
200 gr suðusúkkulaði eða 70% súkkulaði
skraut

Ristið möndlurnar á pönnu.

Þekið möndlurnar með marsipani (5 gr á hverja möndlu) og reynið að móta marsipanið eins og egg.

Bræðið súkkulaðið og húðið marsipanmöndlurnar og skreytið að vild.

Kælið í ískáp.

 

 

SHARE