Nú eru páskarnir að nálgast og þá eru margir farnir að huga að því að baka eitthvað hátíðlegt fyrir komandi frídaga. Þessi girnilega uppskrift kemur frá Eldhússystrum.
Páskamuffins
12 muffins
100 gr dökkt súkkulaði
3 egg
2,5 dl sykur
1 tsk vanillusykur
100 gr smjör
1 dl mjólk
3,5 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
3 msk kakó
Krem
50 gr smjör
50 gr dökkt súkkulaði
3 dl flórsykur
Vatn eða kallt kaffi, ef þarf
Til skrauts
40 smáegg
Dökkt súkkulaði, spænir
Aðferð
Stillið ofninn á 175°c
Bræðið súkkulaðið. Þeytið egg, sykur og vanillusykur í hrærivél þar til létt og ljóst.
Bræðið smjörið á lágum hita í potti. Hellið mjólkinni út í ásamt súkkulaðinu og hrærið saman. Hrærið niður í eggjablönduna.
Blandið hveiti, lyftiduft og kakói í skál. Blandið varlega saman við eggjablönduna.
Setjið í möffinsform – bakið í ca. 20 mínútur. Látið kólna.
Krem
Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti. Hrærið vel og bætið svo flórsykrinum út í. Ef kremið er of þykkt, notið þá vatn eða kallt kaffi til að mýkja það aðeins. Sprautið hring (hreiðri) á muffuinsið. Setjið nokkur egg í miðjuna á hreiðrinu og setjið súkkulaðispæni á kantana.
Endilega smellið einu like-i á Eldhússystur á Facebook
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.