Húðin er sérlega viðkvæm á veturna og passa þarf að hlúa vel að henni til þess að forðast kláða og óþægindi sem gjarnan fylgja of þurri húð. Þetta stærsta líffæri okkar á skilið alúð og væntumþykju, ekki síst í kuldatíð.
– Hreinsivörur sem innihalda alkóhól ætti að forðast í lengstu lög í kuldatíð. Einnig er ekki mælt með að nota oft leirmaska sem draga til sín raka eða mjög grófan skrúbb þar sem húðin verður fremur berskjölduð eftir slíka notkun.
Sjá einnig: Viðkvæma húð þarf að vernda
-Sólarvörn er ekki bara fyrir sólrík sumur, hana þarf einnig að brúka á veturna þar sem vetrarsólin getur verið sterk þó að hún sé ekki heit, ekki síst þér hún endurkastast af snjónum.
-Húðin á höndunum er mjög þunn og því þarf að passa vel upp á hana líka. Notaðu vettlinga þegar þú þarft að fara út í mikinn kulda og notaðu handáburð þegar þú finnur að þú ert að verða þurr á höndunum. Sama á við um fætur, iljar geta þornað mjög í miklum kulda, berðu á þær feit smyrsli fyrir svefninn og sofðu í sokkum ef þú ert t.d. með sprungna hæla.
-Það getur verið freistandi að leggjast í sjóðandi heitt bað eða fara í langa heita sturtu þegar kalt er í veðri. Ekki gera það samt. Farðu frekar í ullarsokka og skríddu undir teppi. Heitt vatn eyðir náttúrulegum raka húðarinnar og þurrkar hana.
Heimildir: Fréttatíminn
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.