Passaðu upp á nýrun

Óheilbrigður lífsstíll getur leitt til ýmissa heilsukvilla. Til að mynda verður sífellt algengara að fólk glími við vandamál tengd nýrunum. Hér eru nokkur atriði sem vert er að vara sig á.

1. Mikið magn af próteini í fæðunni
Próteinríkt fæði er hollt en með því að borða of mikið af fæði sem inniheldur mikið magn af próteini, til að mynda rautt kjöt, getur þú skaðað lifrina þína.

2. Reykingar
Reykingar eru slæmar fyrir hvert eitt og einasta líffæri líkamans, þar með talið nýrun.

3. Of mikið salt
Eitt af hlutverkum nýrnanna er að vinna úr kalíum. Kalíum fæst úr salti og þegar þú borðar of mikið salt, getur þú skemmt starfsemi nýrna þinna.

4. Of mikil notkun á verkjalyfjum
Of mikil notkun á verkjalyfjum getur skemmt mörg líffæri. Of mikil notkun sumra verkjalyfja getur minnkað blóðflæði og getur það haft slæm áhrif á nýrun.

Sjá einnig: Nýrna- og þvagleiðarasteinar

5. Of mikið koffín
Mikil kaffidrykkja eða að drekka mikið magn af drykkjum sem innihalda mikið koffín getur aukið blóðþýsting þinn. Aukinn blóðþrýstingur getur leitt til nýrnaskemmda.

6. Að hunsa veikindi
Að hvíla sig ekki þegar þú ert með kvef eða flensu getur leitt til nýrnasýkingar.

7. Mikið magn af alkóhóli
Ef þú drekkur mikið af áfengi skemmir þú nýrun þín vegna þess að alkóhól inniheldur eiturefni.

8. Svefnleysi
Þegar við sofum gefum við líkamanum færi á að endurnýja vefi og ef við vanrækjum svefn okkar geta nýrun ekki endurnýjað sig.

9. Vökvaskortur
Að drekka ekki nógu mikið vatn er ein af aðalástæðum þess að nýru skemmast. Vökvaskortur veldur því að nýrun geta ekki hreinsað líkamann og getur leitt til þess að eiturefni fara út í blóð þitt.

10. Að halda í þér of lengi
Ef þú heldur í þér þvagi of lengi getur það leitt til nýrnabilunar og jafnvel til blóðskilunar.

 

Heimildir: Fréttatíminn

 

SHARE