Pasta með parmaskinku, valhnetum og klettasalati

Þessi svakalega girnilega pastauppskrift kemur úr smiðju Fallegt & Freistandi. 

 

Pasta með parmaskinku, valhnetum og klettasalati

2 pakkar Pastella Fettucine Naturel 250 g

100 g valhnetur

100 g klettasalat

140 g parmaskinka eða önnur hráskinka

Ólífuolía

2 dl grænmetiskraftur

Saxið valhneturnar gróft og leggið til hliðar. Skolið klettasalat, þerrið vel og saxið gróft. Skerið parmaskinkuna einnig í smærri bita. Hellið smá ólífuolíu á stóra pönnu og og steikið valhnetur og hráskinku í 5-6 mínútur. Hellið grænmetiskraftinum saman við og látið hann gufa upp að hluta til. Sjóðið pastað á meðan eftir leiðbeiningum á pakka. Bætið elduðu pastanu á pönnuna, blandið klettasalati saman við og berið strax fram.

Ábending: rétturinn getur staðið einn og sér, en einnig sem gott meðlæti með kjöti.

 

Fallegt & Freistandi á Facebook

SHARE