Þessi dýrðlega pastauppskrift kemur úr smiðju Ljúfmetis. Dásamleg alveg!
Pasta með salami og púrrlauk – uppskrift fyrir 4
- 1 pakki Pastella með gulrótum
- 100 g Frönsk salami
- 1/2 blaðlaukur
- 1,5 dl sýrður rjómi
- 1,5 dl rjómi
- 1 msk chilisósa
- salt og pipar
- 1 kúla af ferskum mozzarella
Hitið ofninn í 200°.
Sjóðið pastað í söltu vatni í 2-3 mínútur. Leggið til hliðar.
Skerið salami í strimla og hakkið blaðlaukinn. Steikið á pönnu við miðlungsháan hita þar til laukurinn er farinn að mýjkjast. Bætið sýrðum rjóma, rjóma og chilisósu á pönnuna og smakkið til með salti og pipar. Bætið pastanu út í sósuna og blandið vel saman. Setjið yfir í eldfast mót og leggið sneiddan mozzarella yfir. Bakið þar til osturinn hefur bráðnað.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.