Pasta með salami og blaðlauki

Þessi dýrðlega pastauppskrift kemur úr smiðju Ljúfmetis. Dásamleg alveg!

gulrc3b3tapasta212

 

Pasta með salami og púrrlauk – uppskrift fyrir 4

  • 1 pakki Pastella með gulrótum
  • 100 g Frönsk salami
  • 1/2 blaðlaukur
  • 1,5 dl sýrður rjómi
  • 1,5 dl rjómi
  • 1 msk chilisósa
  • salt og pipar
  • 1 kúla af ferskum mozzarella

Hitið ofninn í 200°.

Sjóðið pastað í söltu vatni í 2-3 mínútur. Leggið til hliðar.

Skerið salami í strimla og hakkið blaðlaukinn. Steikið á pönnu við miðlungsháan hita þar til laukurinn er farinn að mýjkjast. Bætið sýrðum rjóma, rjóma og chilisósu á pönnuna og smakkið til með salti og pipar. Bætið pastanu út í sósuna og blandið vel saman. Setjið yfir í eldfast mót og leggið sneiddan mozzarella yfir. Bakið þar til osturinn hefur bráðnað.

Pasta með salami og blaðlauki

Pasta með salami og blaðlauki

Pasta með salami og blaðlauki

Pasta með salami og blaðlauki

Pasta með salami og blaðlauki

Pasta með salami og blaðlauki

Pasta með salami og blaðlauki

 

Ljúfmeti á Facebook 

SHARE