Pastaréttur með ítölskum keim

Penne og kjúklingabringur, afskaplega gott á Miðvikudegi.

Þessi er rosalega góður

 

2 stk laukar smátt skornir
2 stk hvítlauksrif pressuð
Góð sletta af ólífuolíu
1 tsk salt
1 tsk svartur pipar gróft malaður
1 tsk timían
1 tsk paprikuduft
2 stk paprika smátt skornar
1 askja sveppir smátt skornir
slatti af smátt saxaðri steinselju
10-15 svartar ólífur skornar í tvennt
50 gr sólþurrkaðir tómatar (gott að klippa þá niður með skærum)
4 kjúklingabringur
1 stk nautakraftsteningur
2 dl matreiðslurjómi
500 gr penne pasta

Takið bringurnar. Kryddið með uppáhalds kryddinu ykkar og setjið í ofn. Hellið smá olíu yfir og bakið í 20 mín. Tekið út og kælið og skerið svo í smáa bita. Pastað soðið eftir leiðbeiningum á kassanum. Setjið olíu í pott, hitið og setjið laukinn útí. Setjið svo allt í pottinn nema rjómann og kjúllann. Látið malla við vægan hita smá stund og setið þá matreiðslurjómann útí. Og loks kjúklinginn. Látið malla ca. 5 mín og þá er pastanu bætt í og látið malla í 5 mínútur til viðbótar.

Borið fram með góðu brauði og/eða salati. Þetta er mjög góður réttur og eins og í öllum góðum pastaréttum er magnið ekki heilagt. Það má breyta hlutföllum og jafnvel sleppa ef þannig vill. T.d. er í lagi að nota mjólk í stað matreiðslurjómans eða bara rjóma. Gott að strá smá parmesan yfir.

SHARE