Fjölblöðrueggjastokka heilkenni er vandamál sem margar konur þurfa að glíma við. PCOS (Policystic Ovary Symdrome) getur verið bæði verið leynt og sýnilegt hjá konum og getur tekið á bæði líkamlega og andlega heilsu kvenna.
Ástæða þessa heilkennis er hormónaójafnvægi, sem felst í því að magn karlkyns hormóna í konunni er meira en eðlilegt þykir. Allar konur eru með visst mikið magn karlkyns hormóna í líkamanum, en þegar það magn eykst getur það valdið ýmsum einkennum. Það getur valdið truflunum á tíðahring kvenna og erfiðleikum með óléttu. Ef það er ekki meðhöndlað getur það einnig valdið öðrum varanlegum heilsufarsvandamálum, svo sem sykursýki og hjartasjúkdómum.
Margar konur fá litlar blöðrur á eggjastokka sína, en þó að blöðrurnar séu ekki skaðlegar konunni geta þær valdið hormónaójafnvægi. Ef heilkennið er greint snemma er hægt að koma í veg fyrir varanlegan skaða en ójafnvægið sem verður á hormónakerfinu getur valdið því að líkaminn fer að framleiða meira andrógen, sem getur komið í veg fyrir að konan fái egglos. Eins getur líkaminn átt í erfiðleikum með að nýta insúlín sitt. Þegar upptaka insúlíns er minni í líkamanum, getur blóðsykursmagn aukist og með tímanum aukið hættuna á því að konan fái sykursýki.
Sjá einnig: Góðar upplýsingar um PCOS – Fjölblöðrueggjastokkaheilkennið
Helstu einkenni PCOS eru:
– Bólur og húðvandamál.
– Þyngdaraukning og erfiðleikar með að léttast.
– Aukin hárvövöxtur á líkama og í andliti. Oft fá konur mikið og dökkt hár í andlitið og hárvöxt á bringuna og á bakið.
– Hár á höfði getur þynnst.
– Óreglulegur tíðahringur. Sumar konur fara sjaldnar á blæðingar og aðrar jafnvel aldrei. Blæðingar geta orðið meiri.
– Frjósemisvandamál. Margar konur geta átt í erfiðleikum með að verða ófrískar.
– Þunglyndi.
Ráð við PCOS eru: Regluleg hreyfing, heilbrigt mataræði og þyngdarstjórnun, sem getur hjálpað konunni að koma reglu á tíðarhringinnn. Rannsóknir hafa sýnt fram á að reykingar hækka magn andrógens í líkamanum og þar með ýta undir einkenni PCOS. Læknir gæti ávísað getnaðarvarnarpillu til þess að koma reglu á tíðarhringinnn eða frjósemislyfjum, ef konan er að reyna að verða ófrísk. Ráðlagt er að leita læknisaðstoðar og láta skoða líkamleg einkenni og að fylgjast með blóðsykursmagninu, til þess að koma í veg fyrir þann skaða sem getur orðið vegna insúlínsskorts.
Heimildir: Womens Health
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.