Philip Seymour Hoffman finnst látinn í íbúð sinni í New York

Óskarsverðlaunahafinn Philip Seymour Hoffman fannst látinn í íbúð sinni í New York á sunnudag, leikarinn var 46 ára.
Dánarorsök hefur ekki verið gefin upp, en yfirvöld segja allt benda til að hann hafi látist vegna ofneyslu eiturlyfja.

Hoffman vann Óskarsverðlaun árið 2005 fyrir besta leik í aðalhlutverki í myndinni Capote. Hann var nýlega á Sundance kvikmyndahátíðinni þar sem að hann kynnti nýjustu myndir sínar God´s pocket og A most wanted man. Hann var einnig í tökum fyrir síðustu Hunger games myndina Mockingjay part 1 og 2 í Atlanta.

Á síðasta ári lauk leikarinn 10 daga meðferð vegna heróínneyslu. Hann viðurkenndi seinna að hann hefði verið háður heróíni á sínum yngri árum, en ekki neytt þess í meira en 20 ár.

Hoffman varð þekktur árið 1997 fyrir leik sinn í Boogie nights og varð vinsæll fyrir leik sinn í fjölmörgum myndum bæði óháðra framleiðanda og stóru kvikmyndaverana. Hann fékk  tilnefningar fyrir hlutverk sín sem aukaleikari í þremur kvikmyndum, auk tveggja tilnefninga til Tony verðlauna fyrir hlutverk sín á leiksviði.

Hér er svo sannarlega fallinn frá einn af athyglisverðustu leikurum samtímans.

 

SHARE