Sinead O’Connor lést á dögunum, aðeins 56 ára gömul og að mínu mati var hún ein sú flottasta söngkona sem uppi hefur verið. Hún átti erfitt seinustu árin sín, þunglyndi og fleira spilaði þar inn í en svo hefur sjálfsvíg sonar hennar á seinasta ári verið henni afskaplega þungbært. Hún var töffari, uppreisnarseggur og ein af þessum konum sem ég hef horft upp til í gegnum tíðina.
Pink og Brandi Carlile tóku eitt af hennar flottustu lögum á tónleikum á dögunum, til heiðurs söngkonunni og gerðu laginu góð skil. Lagið er að sjálfsögðu Nothing Compares sem kom út árið 1990.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.