Það fer óðfluga að styttast í jólin og piparkökur eru nauðsynlegar á aðventunni. Þessi uppskrift er rosalega góð!
Piparkökur
4 dl hveiti
1 og ½ dl sykur
1 tsk engifer
2 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk matarsóti
1/8 tsk pipar
90 g smjörlíki
½ dl síróp
½ dl mjólk
Aðferð
Hitið ofninn í 200°C. Blandið öllum þurrefnum saman í stóra skál og hrærið vel.
Myljið smjörlíkið saman við þurrefnin, gott að það sé ekki nýkomið úr ísskápnum. Búið til holu í deiginu og hellið sírópi og mjólk í holuna. Hrærið vel saman.
Setjið deigið á borð og hnoðið vel. Fletjið deigið út með kökukefli og stingið út kökur. Bakið í miðjum ofni í um 10 mínútur.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.