Hún Lólý er doldið mikið í uppáhaldi hjá okkur á hun.is enda eru uppskriftirnar hennar algert sælgæti.
Endilega kíkið loly.is
Ég prófaði þessa um daginn og ég er að segja ykkur þessi kaka er unaður fyrir bragðlaukana.
Það er enga stund verið að smella í eina svona á góðum sunnudegi fyrir fjölskylduna.
1 pakki Betty Crocker Milk Chocolate cake mix
1 dós Betty Crocker Vanilla Frosting
4 tsk piparmyntudropar
Kókósmjöl
Blandið súkkulaðikökuna eins og segir til á pakkanum. Blandið síðan 2 tsk af piparmyntudropum út í og bakið eins og segir til á pakkanum.
Takið síðan kremið og blandið það með 2 tsk af piparmyntudropum og hrærið vel.
Passið upp á að kæla kökuna vel áður en kremið er sett á – síðan er bara að þekja hana vel af kókósmjöli.
Ekki skemmir fyrir að það gæti ekki verið einfaldara.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!