Piparmyntusúkkulaðikaka með kókos

Hún Lólý er doldið mikið í uppáhaldi hjá okkur á hun.is enda eru uppskriftirnar hennar algert sælgæti.

Endilega kíkið loly.is

Ég prófaði þessa um daginn og ég er að segja ykkur þessi kaka er unaður fyrir bragðlaukana.

 Það er enga stund verið að smella í eina svona á góðum sunnudegi fyrir fjölskylduna.

1 pakki Betty Crocker Milk Chocolate cake mix
1 dós Betty Crocker Vanilla Frosting
4 tsk piparmyntudropar
Kókósmjöl

Blandið súkkulaðikökuna eins og segir til á pakkanum.  Blandið síðan 2 tsk af piparmyntudropum út í og bakið eins og segir til á pakkanum.
Takið síðan kremið og blandið það með 2 tsk af piparmyntudropum og hrærið vel.

Passið upp á að kæla kökuna vel áður en kremið er sett á – síðan er bara að þekja hana vel af kókósmjöli.

Ekki skemmir fyrir að það gæti ekki verið einfaldara.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here