HÚN greindi frá þema Pirelli dagatalsins á komandi ári fyrir skömmu, en sterkra áhrifa frá 50 Shades of Grey gætir að þessu sinni.
Latex, leður, PVC og lífstykki leggja línurnar fyrir komandi ár, en fyrir skömmu síðan kynnti HÚN einmitt fyrstu formlegu kynningarstiklu Mr. Grey á vefnum en kvikmyndin verður frumsýnd á sjálfan Valentínusardag sem ber upp í febrúar.
Erfitt mun að koma höndum yfir sjálft Pirelli dagatalið, ef þá ekki nær ógerlegt, en enginn veit hverjir eða hversu margir fá dagatalið að gjöf á hverju ári.
Pirelli gengur ekki kaupum og sölum á almennum markaði, gríðarleg eftivænting ríkir fyrir útgáfuna hvert ár – en dagatalið sjálft kemur úr prentvélum í nóvember hvert ár og markar línuna fyrir komandi mánuði.
Cosmopolitan kom höndum yfir Pirelli 2015 og hér fara fleiri svipmyndir úr forboðnasta dagatali veraldar í dag, áður birtar í Cosmo – svona lítur sexí út árið 2015:
.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.