
Arna Bára Playboyfyrirsæta er að opna hárgreiðslustofuna Fönix í dag og vill bjóða lesendum Hún.is í rosalega flott opnunarpartý í dag frá 17 til 20, þar sem hægt verður að fá vörur á frábæru tilboðsverði. Stofan er staðsett í Smáralind, fyrir framan kassana í Hagkaup, til hliðar við Bæjarins bestu.
Arna Bára kláraði hárgreiðslunámið í maí en hefur starfað við hárgreiðslu síðan árið 2006. „Við erum 2 að vinna á stofunni í dag en margir hafa sýnt áhuga á að vinna á stofunni,“ segir Arna Bára.
„Við sem erum hér núna erum sérhæfðar í herraklippingum en tökum auðvitað við öllum sem vilja koma til okkar, enda erum við útlærðar í öllu sem tengist hári. Við stefnum á að láta taka eftir okkur og vera með puttann á púlsinum þegar kemur af því hvað er nýtt en pössum okkur líka að vera með mjög sanngjörn verð,“ segir þessi hressa stúlka.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.