Betri pizzu fær maður ekki þó víða væri leitað.
Steikt á pönnu og grilluð í ofninum meira þarf ekki að segja. Ragnheiður hjá Matarlyst ber ábyrgð á þessu lostgæti
Hráefni
6 1/2 dl hveiti (Kornax brauðhveiti er tilvalið )
1/2 pakki þurrger
1 tsk salt
1/2 tsk sykur
2,5 -3 dl ylvolgt vatn
2 msk matarolía
Aðferð
Þurrefnum er blandað saman í hrærivélarskál blandað örlítið saman með króknum, olíu og vatni er bætt út í þurrefnin, látið hnoðast í 5 mín í vélinni, þá ætti deigið að vera komið vel saman og látið deigið hefast undir klút/selló í u.þ.b 30 mín.
Skiptið deiginu í 6 hluta, fletjið út í pönnustærð, hitið olíu á pönnu leggið deigið á og látið sósu álegg og ost á pizzuna sem hver og einn vill.
Bakið pizzuna að neðan á pönnunni passið að hafa ekki of háan hita svo hún brenni ekki botninn á að vera gullinn, setjið pizzuna á bökunnarplötu tvær á hverja plötu og því næst undir grillið í ofninum þar til pizzan verður gullinn brún að ofan og osturinn bráðin, fylgjast þarf með pizzunni og passa að hún brenni ekki.
Gott er að bera hvítlauks eða chili olíu fram með pizzunum. Og rifsberjahlaup með ostapizzu ef hún er útbúin.
Fyrir stóra fjölskyldu er gott að útbúa tvöfalda uppskrift, ef ekki er notað allt deigið er gott að móta deigið í kúlur, hæfilega stórar, setja í plastpoka og frysta, taka svo út næst þegar gera á pizzu.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.