Það getur verið að þú sért að hugsa: „Hvernig í ósköpunum getur verið að rifrildi séu góð fyrir sambönd?“
Samkvæmt geðlækninum Dr. Gail Saltz, getur það verið verið mjög gefandi reynsla þegar tvær manneskjur tjá ólíkar skoðanir sínar, tilfinningar og einstaklingshyggju.
Við förum öll í gegnum tímabil í byrjun sambands þar sem báðir aðilar eru á bleiku skýi og ekkert virðist bíta á parið. Með tímanum förum við svo að sjá hvernig hinn aðilinn reynir að gera málamiðlanir og að koma með tillögur að breytingum í sambandinu. Við getum lært margt af því sem hinn aðilinn segir.
Dr. Gail segir að til þess að eiga uppbyggileg rifrildi í sambandinu þarftu fyrst að kynna þér þessa fimm þætti.
Ekki segja neitt sem þú sérð eftir um leið. Haltu þig við efnið sem þið eruð að þrátta um og vertu viss um að hlusta á hvert orð sem hinn aðilinn segir. Vertu heiðarleg/ur þegar þú finnur reiðina sjóða innra með þér og mundu að það er allt í lagi að hafa ekki alltaf rétt fyrir sér og viðurkenna það.
Það er mikilvægt að þekkja það, þegar þú og maki þinn eruð hætt að eiga uppbyggileg rifrildi: Ef þið eruð bæði miklu reiðari eftir rifrildið, en fyrir það, þýðir það að þið ættuð bæði að reyna að hafa hemil á skapinu. Þú verður að vera tilbúin/n að sjá sjónarmið hins aðilans, hvernig þeim líður, á hverju hann á von og hvað hann vill gera til að ná sáttum.
Það er líka gott að gera sér grein fyrir því þegar annað ykkar er of reitt til að geta haft samskipti. Báðir aðilar verða að vera í jafnvægi til þess að geta rifist um eitthvað, annars sérðu það mjög fljótlega hvaða skaða það getur haft ef annar aðilinn er springa úr reiði. Það er allt í lagi að vera í uppnámi, en öskur og ljót orð og annað sem særir maka þinn, líkamlega eða andlega, mun hafa verri afleiðingar í för með sér.
[nextpage title=”pör”]
Hafið bæði í huga af hverju þið eruð að rífast og gerið ykkur ljóst að þetta er vandamál sem þarf að útkljá fyrr en seinna og gerðu þitt besta til að sjá sjónarmið maka þíns líka. Það skiptir öllu máli að þið getið haft samskipti, fundið málamiðlanir, en á sama tíma elskað hvort annað og verið heiðarleg.
Rifrildi hafa ekkert upp á sig ef hvorugt ykkar er tilbúið að læra af hinu. Dr. Pam Spurr er sérfræðingur í samskiptum kynjana segir að pör sem rífast séu mjög ástríðufull gagnvart hvort öðru:
„Það, hvernig þið rífist, segir svo mikið um sambandið. Meðvitaða parið fellst á þetta og hefur það í huga hvernig það kemur fram við hvort annað í ágreiningi. Ómeðvitað, sýna þræturnar að þeim þykir vænt hvoru um annað, þó þau fari í taugarnar á hvoru öðru meðan á þrætunum stendur. Til dæmis, geta þræturnar sýnt að þú viljir að maki þinn drekki minna og passi upp á heilsuna. Eða að þú viljir að að hann sé mættur tímanlega svo hvorugt ykkar sé stressað þegar þið þurfið að mæta á ákveðna staði eða gera ákveðna hluti og svo framvegis.“
Vonandi gefur þetta þér einhverja innsýn í það hvernig á að rífast á uppbyggilegan hátt við maka þinn. Mundu að vera eins opin/n og þú getur, hlustaðu vel og vertu tilbúin/n að finna málamiðlanir. Ástin er ekki fullkomin en þið getið reyna að skilja hvort annað til að láta þetta allt saman ganga upp.
Heimildir: HigherPerspective