Pör úr Love Island sem eru ennþá saman

Það eru margir sem elska raunveruleikaþætti, þar á meðal ég. Það er eitthvað svo gott við að gleyma sér í smá stund yfir drama annarra. Love Island er einn af vinsælustu raunveruleikaþáttum síðustu ára. Pörin sem hafa myndast þar eru þó oft ekki lengi saman eftir að tökum á seríunni er hætt en þó eru nokkur sem hafa orðið langlíf.

Millie Court og Liam Reardon — 2021

Instagram will load in the frontend.

Millie og Liam eru ennþá par og fluttu saman til Essex, nokkrum mánuðum eftir að tökum lauk á seríunni.

Chloe Burrows og Toby Aromolaran — 2021

Instagram will load in the frontend.

Chloe og Toby eru enn saman. Þau eru bæði svakalega upptekin en birtu nýlega krúttlega mynd af sér saman á stefnumótakvöldi.

Sjá einnig: Vitnisburður Kate Moss um Johnny Depp

Faye Winter og Teddy Soares — 2021

Instagram will load in the frontend.

Faye og Teddy fóru í gegnum mikinn tilfinningarússíbana saman, en eru farin að búa saman. Þau fóru í frí til Santorini og hafa stækkað fjölskylduna með því að fá sér Golden Retriever sem heitir Trista.

Paige Turley og Finley Tapp — 2020

Instagram will load in the frontend.

Paige og Finley eru enn saman en þau voru krýndir sigurvegarar í vetrarútgáfu „Love Island“ árið 2020 og virðast vera sköpuð fyrir hvort annað. Parið eyddi miklum tíma með fjölskyldu Paige á Skotlandi þegar kórónaveiran var í fullum gangi, en eru nú flutt til Manchester.

Lucie Donlan og Luke Mabbott — Sumar 2019 og vetur 2020

Instagram will load in the frontend.

Þau voru reyndar ekki í sömu seríu af Love Island en þau eru saman í dag. Þau voru pöruð með öðrum í þáttunum en þessi tvö urðu par 2020, búa nú saman og eru trúlofuð.

Sjá einnig: Ævareiður út í Kim Kardashian

Eva Zapico og Nas Majeed — Vetur 2020

Instagram will load in the frontend.

Þessi tvö voru pöruð saman í vetrarútgáfu Love Island og hafa birt myndir og „snöpp“ af sér saman síðan. Þau birta myndir úr fríum, á stefnumótakvöldum og skrifa mikið um hvað þau eru ástfangin.

Molly Smith og Callum Jones — Vetur 2020

Instagram will load in the frontend.

Þetta glæsilega par varð til í vetrarútgáfunni 2020 og búa nú saman í Manchester eftir að hafa búið hjá foreldrum Molly í kórónaveirufaraldrinum.

Molly-Mae Hague og Tommy Fury — 2019

Instagram will load in the frontend.

Molly og Tommy enduðu í 2. sæti í Love Island árið 2019. Þau eru svakalega ástfangin og hafa búið saman í nokkurn tíma og orðrómur hefur verið uppi um að trúlofun gæti verið í kortunum á næstunni.

Sjá einnig: Er gagnrýnd fyrir að setja húðflúr á smábarnið sitt

Camilla Thurlow og Jamie Jewitt — 2017

Instagram will load in the frontend.

Eftir að hafa náð saman undir lok seríunnar árið 2017 hafa Camilla og Jamie verið óaðskiljanleg. Þau eignuðust dótturina Nell í október 2020 og giftu sig í september árið 2021. Annað barn er á leiðinni hjá þeim.

Jess Shears og Dom Lever — 2017

Instagram will load in the frontend.

Jess og Dom trúlofuðu sig í september 2017, giftu sig í október 2018 og eignuðust strák ári síðar. Dom er ólétt af öðru barni þeirra sem á að koma í heiminn í júní.

Olivia Buckland og Alex Bowen — 2016

Instagram will load in the frontend.

Olivia og Alex giftu sig í september 2018 og hafa verið óaðskiljanleg síðan. Þau eiga fallegt heimili og hunda og eiga von á sínu fyrsta barni.

Cara De La Hoyde og Nathan Massey — 2016

Instagram will load in the frontend.

Cara og Nathan hafa verið, að mestu, saman síðan þau urðu sigurvegarar í Love Island árið 2016. Þau skildu aðeins á fyrri meðgöngunni en voru fljót að taka saman aftur. Nú hefur bæst við lítil stúlka og fjölskyldan blómstrar.

Heimildir: popsugar.co.uk/

SHARE