Prince lést af völdum alnæmis

Prince lést úr alnæmi en söngvarinn fékk greiningu fyrir 6 mánuðum síðan. Hann vildi ekki fá neina meðferð við þessum veikindum og taldi að bænir hans gætu bjargað honum.

Andlát hans er, samkvæmt erlendum síðum, rakið til þess að Prince var með ómeðhöndlað alnæmi. Hann hélt ekki niðri mat og líkamshiti hans var hættulega lágur.

Prince hafði verið að búa sig undir andlátið í dágóðan tíma samkvæmt heimildarmanni National Enquirer. Prince var greindur með HIV á tíunda áratug síðustu aldar en sjúkdómurinn þróaðist út í alnæmi og var hann orðinn alvarlega veikur í lok árs 2015.

Þar sem Prince var vottur Jehóva var hann sannfærður um að máttur bænarinnar myndi hjálpa honum frekar heldur en lyf svo hann afþakkaði lyfjagjöf.

„Læknarnir sögðu að hann hafi verið orðin mjög blóðlítill og líkamshiti hans var hættulega lágur eða um 34 gráður. Hann var með gríðarlegan járnskort, veikburða og ringlaður. Hann borðaði lítið sem ekkert og þegar hann gerði það koma það yfirleitt allt upp aftur,“ segir þessi heimildarmaður.

Prince var orðin aðeins 36 kg þegar hann lést. Hann var ekki hávaxinn, eða 157 cm en þessi þyngd er samt sem áður skelfilega lág.

 

 

SHARE