Breski prinsinn hefur fengið nafn. Nafnið var opinberað í dag en foreldrarnir og prinsinn yfirgáfu spítalann í gær eins og greint var frá hér.
Barnið mun heita George Alexander Louis. Katrín hertogaynja og Vilhjálmur prins dvelja nú ásamt nýfædda prinsinum heima hjá foreldrum hennar í Bucklebury. Drottningin heimsótti litla prinsinn fyrr í dag og eyddi einum og hálfum tíma með litlu fjölskyldunni. Greint hefur verið frá því að Harry, bróðir Vilhjálms hafi einnig heimsótt fjölskylduna. Hér fyrir neðan sjáum við mynd af Katrínu á leið til foreldra sinna með barnið sér við hlið.
Hvað finnst þér um nafnið? Er það ekki bara fallegt?