Prump! hvenær er í lagi að prumpa í sambandi?

Prump! Við prumpum öll, ætla ekki einu sinni að koma með þetta venjulega að “stelpur prumpi ekki” eða “stelpur prumpa bara blómalykt” ég hef bæði heyrt og fundið lykt þegar stelpur prumpa og það er sko engin blómalykt, ó nei! Nema blómalykt sé eins og þú sért komin/n í Hveragerði eða Bláa lónið.. whatever floats your boat!

Allaveganna, velta því líklega margir fyrir sér hvenær það sé í lagi að prumpa í sambandi. Sumum finnst líklega í lagi að láta einn gossa á fyrsta deitinu, fínt að koma þessu bara frá, yfir rómantísku kertaljósi og sushi, aðrir líklega liggja upp í rúmi kúrandi með kærastanum/kærustunni alveg að drepast í maganum vegna þess að þeir hafa ekki hleypt af allt kvöldið, jafnvel allan daginn ef út í það er farið. Það eru til ýmsar afsakanir við prumpi eins og .. að kenna hundinum sínum um, “var ég að prumpa, nei ég var bara að færa stólinn” eða eitthvað því um líkt.

Þegar prumpumúrinn í sambandinu er rofinn er ekki hægt að snúa aftur, það getur gerst óvart, til dæmis veit ég um dæmi (og þetta er sönn saga) þar sem par var að labba saman niðrí bæ, gaurinn fer allt í einu yfir götuna og á hina gangstéttina. Stelpan heyrir svo hátt hljóð, eins og einhver hafi verið að færa stól! Nema hvað.. gaurinn gat auðvitað ekki notað það sem afsökun, stelpan spyr “VARSTU AÐ PRUMPA!!” gaurinn verður smá vandræðalegur og segir “æj þetta átti nú ekki að heyrast”

Áður en þetta atvik kom upp hafði þetta par aldrei prumpað fyrir framan hvort annað, en eftir að prumpumúrinn var rofinn færði kærastinn sig upp á skaftið og hleypti af reglulega, stelpan fékk nú nóg af þessu fljótlega og tók til sinna ráða. Eitt kvöldið prumpaði hún litlu sætu prumpi, kærastinn varð svo hissa að augun á honum urðu eins og undirskálar, hann varð svo móðgaður og trúði því varla að kærastan hefði gert þetta!

Eftir þetta sagði kærastan við hann, í hvert skiptið sem þú prumpar á ég eitt prump inni, þú ræður hvort við prumpum fyrir framan hvort annað eða ekki, veltur allt á þér! Það fylgir ekki sögunni hvort kærastinn hætti að prumpa en mig grunar að þau séu í prumpukeppni ennþá.

Karlmenn verða oft sármóðgaðir þegar stelpur prumpa en prumpa samt sjálfir eins og ekkert sé. Hvenær er í lagi að prumpa? Er það aldrei í lagi, er það í lagi eftir einhvern ákveðinn tíma eða hvað ?

Hvað finnst þér?

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here