Púðadúllur – Uppskrift

Við fengum þessa Púðadúllu uppskrift senda frá einum lesenda okkar og hún er hrein dásemd og fljótleg að gera.  Við hvetjum ykkur til að prufa hana núna um helgina.

125 gr smjör

175 gr suðusúkkulaði

2 egg

2 tsk vanilludropar

80 gr púðursykur

100 gr sykur

100 gr hveiti

25 gr kakó

1 tsk lyftiduft

¾ tsk salt

100 gr pekanhnetur

100 gr saxað suðusúkkulaði

1 bolli litlir sykurpúðar

Bræðið saman smjör og súkkulaði við vægan hita og hrærið á meðan. Þeytið vel saman eggin, sykurinn, púðursykurinn og vanilludropana þar til blandan er orðin létt og ljós. Hrærið áfram og hellið súkkulaðiblöndunni í mjórri bunu útí. Sigtið saman hveiti, kakó, lyftiduft og salt og blandið útí. Í restina saxið pekanhnetur og súkkulaði og setið út í deigið. Setið deigið með skeið á bökunarplötu með smjörpappír á og setið nokkra sykurpúða ofaná. Hitið ofninn í 180°  Bakið í ca: 10 mínútur á blæstri.

Langar þig að deila köku eða mataruppskriftum með lesendum hún.is?  Sendu okkur þá uppskrift ásamt mynd af herlegheitunum á ritstjorn@hun.is

púðadúllur

SHARE