Nú er sutlurgerðartíðin alveg að bresta á – að vísu ekki bláberja eða hrútaberjasultusuða en rabarbara-sultu-suðan. Og hver vill ekki eiga rabarbarasultu með lambasteikinni eða geta skellt hjónabandssælu í ofninn með heimagerðri rabarbarasultu? En vissuð þið að í matreiðslubók Jónínu Sigurðardóttur sem kom út 1945 kallaði hún rabarbarasultu tröllasúrumauk! Hvað um það, hér kemur uppskrift að rabarbarasultu.
500gr rabarbari
500gr sykur
125gr vatn
Rabarbarinn þveginn, skorinn í bita, settur í pott ásamt sykri og vatni. Látið sjóða við meðalhita þar til rabarbarinn er soðinn í mauk og það er orðið nokkuð þykkt. Látið kólna og setjið svo í hrein glös.
Ekki var þetta nú flókið!