Þær voru svo miklar dömur í þá daga. Og þessar konur höfðu ráð undir rifi hverju. Ég veit ekki með blómabrúskinn sem hún treður undir ennið á sér og lítur hálf undarlega út – en það fer hins vegar ekki milli nokkurra mála að hægt er að hnýta gullfallegan túrban með einum trefli, tveimur treflum, þremur treflum.
Og eins og maðurinn sem les inn á myndbandið segir:
Ekkert í heiminum er auðveldara en að hnýta túrban. Nema eyða peningum kannski.
[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”vmCXBGiOaqQ”]
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.