Þetta er gott að vita

Það er eitt og annað sem til er á hverju heimili sem hægt er að nota á mismunandi vegu. Hérna að neðan eru nokkur góð ráð til að losa við ýmsa kvilla og fleira.

1. Að drekka granateplasafa daglega er afar gott fyrir hjartað og fyrir þá sem að eru með of lágan blóðþrýsting.

2. Að tyggja basil lauf eftir máltíð getur komið í veg fyrir brjóstsviða.

3. Ef þú færð hausverk í sólinni þá er gott að borða vatnsmelónu eða drekka vatnsmelónudjús.

4. Að borða epli á fastandi maga á morgnana hefur áhrif á mígreni. Þetta þarf að gera reglulega til að það virki.

5. Taktu 6 döðlur og settu í hálfan líter af mjólk og láttu sjóða við lágan hita í 25 mínútur. Þessi drykkur er hóstastillandi.

6. Gúrku sneiðar á andlitið eru afar góðar fyrir húðina. Þær geta minnkað bauga og fílapensla.

7. Ef þú ert með bauga þá er tómatmauk málið. Taktu 2 tómata, teskeið af sítrónusafa og klípu af turmeric og blandaðu saman þar til þetta er orðið eins og hálfgerður leir. Berðu svo leirinn varlega í kringum augun. Hreinsa skal af eftir 10 til 20 mínútur.

8. Dropi af hvítlaukssafa í eyra getur dregið úr eyrnaverk.

9. Sítrónur eru afar ríkar af C-vítamíni og einnig má finna B-vítamín, riboflavin, phosphorus, magnesíum og kalk í þeim. Að drekka sítrónuvatn daglega er gott fyrir nýrun.

10. Ef þú ert með timburmenn þá skaltu búa þér til banana-sjeik. Bættu mjólk og hunangi saman við. Kaldur banana-sjeikinn róar magann og kemur jafnvægi á blóðsykurinn.

Heimild: healthdigezt.com

heilsutorg

SHARE