Unaðslegur og æsispennandi, hjartalaga kvensmokkur með titrandi umgjörð er væntanlegur á markað ef allt fer að óskum- en framleiðendur lofa öllu fögru og segja smokkinn, sem hægt er að setja upp heilum átta klukkustundum fyrir kynmök, stuðla að fullnægingu konunnar.
.
Svona lítur nýji kvensmokkurinn út – næfurþunnur, fyrirferðarlítill og ferlega freistandi!
Ef satt reynist er dásamleg getnaðarvörn komin á markað, en í rannsókn sem spannaði fimmtíu pör, var jákvæð svörun hvorki meira né minna en 100% – þannig fengu 70% kvennanna fullnægingu í fyrsta sinn með smokknum góða, 84% kvennanna fengu fullnægingu að öðru sinni og allar konurnar, 50 með tölu, fengu fullnægingu að fjórða sinni þegar unaðssmokkurinn var hafður með í leiknum.
Sjá einnig: „Okkur langar að fegra heiminn; eina píku í einu!“
Nýji kvensmokkurinn heitir VA w.o.w. og stuðlar ekki einungis að fullnægingu – heldur hindrar einnig (að sjálfsögðu) ótímabæra þungun ásamt því að hindra kynsjúkdómasmit. Fyrirtækið að baki hönnun og vöruþróun nýja kvensmokksins heitir IXu LLC og er smokkaframleiðandi í Michigan, Bandaríkjunum.
.
Smokkurinn er útbúinn örsmáum titrara sem gælir við snípinn meðan á samförum stendur
Talsmaður fyrirtækisins segir kvensmokkinn þunnan, meðfærilegan og afar auðveldan í notkun, en smokkurinn er meðal annars útbúinn öryggiskanti sem varnar honum að renna of langt upp í leggöngin. Þá má setja smokkinn upp allt að átta klukkustundum áður en samfarir eiga sér stað.
Sjá einnig: 8 ástæður þess að ALLAR KONUR ættu að stunda sjálfsfróun
Samningaviðræður við væntanlega framleiðendur eiga sér nú stað og er bjartsýni við völd, en talsmaður IXu segir svörun kvennanna sem þátt tóku í rannsókninni hafa farið fram úr björtustu vonum.
Allar konurnar með tölu fengu fullnægingu í fjórða sinn með smokknum. Það er hærra hlutfall en meðal karlmanna að öllu jöfnu. Það eitt sýnir hversu öflug tæknin er orðin.
Smokkurinn verður framleiddur sem hefðbundinn latexsmokkur sem veitir vörn gegn ótímabærri þungun og kynsjúkdómum ásamt því að vera útbúinn örsmáum rafmagnstitrara, en fyrirtækið vill með þessu móti setja á markað hátæknismokka sem ýta undir fullnægingu kvenna.
Vonir standa til að hægt verði að tengja smokkinn góða við farsíma og fjarstýra honum þannig – jafnvel meðan á kynmökum stendur og við bíðum spenntar …
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.