Rannsóknir á skjóli kvennanna

ATH. Þessi grein er aðsend. Lesendum er frjálst að senda inn greinar undir nafnleynd í Þjóðarsálina, en þær skoðanir sem birtast hér í Þjóðarsálinni endurspegla hvorki ritstjórnarstefnu né skoðanir HÚN.IS 

Í „Þjóðarsálinni“ birtist nýverið hryggilega saga, sem því miður er alltof kunnugleg. Saga um ofbeldissamband í upplausn, þar sem móðirin er ofbeldismaðurinn og beitir börnum gegn föður. Kvennaathvarf kemur þar við sögu. Starfsemi kvennaathvarfa hefur verið skoðuð og rannsökuð. Niðurstöðurnar kynnu að varpa ljósi á fyrrgreinda sögu.

„Árið 2009 voru birtar niðurstöður norskrar rannsóknar sem náði til allra þarlendra kvennaathvarfa. … Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að börnum fannst staða þeirra oft vera ruglingsleg, þau skorti upplýsingar … [Á]herslan á að halda staðsetningu athvarfsins leyndri flækti líf sumra, þau þurftu sum hver að ljúga og skipuleggja sögu sína vel til þess að koma ekki upp um staðsetninguna. Í nokkrum tilfellum leiddi það til þess að barnið einangraði sig frá lífinu utan athvarfsins. Þátttakendur kvörtuðu yfir því að hafa ekki fengið mikilvægar upplýsingar um dvöl sína, svo sem hvar þau voru, hver væri ástæða dvalar þeirra og hvað tæki við er dvöl í kvennaathvarfinu lyki.“ … „Togstreita í tryggð barns við móður er algeng þegar barn sem fylgir móður úr ofbeldisfullu sambandi saknar föður síns eða langar til þess að viðhalda samskiptum við hann.“ (Bergdís Ýr Guðmundsdóttir – BÝG)

Sjá einnig: Getur ekki eignast börn

Svipaðar niðurstöður fengust úr skoðun á íslenska kvennaathvarfinu. Þar dvelja börn allt að rúmum þriðjungi árs: „Í einstaka tilvikum hafa konur leitað í Kvennaathvarfið eftir að barnaverndaryfirvöld hafa skikkað þær til að slíta sambúð við ofbeldismann vegna ólíðandi ástands heima fyrir. Þar sem þær hafa ekki haft í önnur hús að venda upplifa þær sig stundum þvingaðar til dvalar í Athvarfinu. Í dagbókarfærslum má finna 26 mál þar sem afskipti Barnaverndar eru skráð, eða 20%.“ (Anni Haugen og Bergdís Ýr Guðmundsdóttir – AogB)

„Lögregla kemur með sumar konur og börn þeirra í Athvarfið eftir að hafa verið kölluð á heimili þar sem ofbeldi á sér stað. Einnig geta dvalarkonur fengið lögreglufylgd heim til að ná í helstu nauðsynjar/persónulegar eigur ef þannig stendur á. Undanfarin ár hefur Athvarfið átt sinn sérstaka tengilið hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Starfskonur eiga greiðan aðgang að þessari lögreglukonu … kemur einnig í Athvarfið ef nauðsyn krefur og ræðir við konur þar.“ (AogB)

„Barn [er] ekki upplýst um þann stað sem kvennaathvarf er, því er sagt t.d. að dvalið sé á hóteli, erlendis eða að það sé í fríi.“ (AogB) Starfskona: „Við höfum alveg tekið þátt í að plata og ekki litist neitt sérlega vel á það. Þetta með sumarbústaðinn og vinkonuna. Okkur finnst það óþægilegt. Og þetta hefur verið fyrir tilstilli móðurinnar.“ (BÝG)

Sjá einnig: Var misnotuð af vini föður síns

„Staðsetningu athvarfsins [er] haldið leyndri.“ … „Barn [er] ekki upplýst um að dvöl í kvennaathvarfi sé í vændum.“ … Þegar börn koma til dvalar í kvennaathvarfi er það fyrir ákvörðun móður en ekki barnanna, og mörg þeirra finna til reiði í hennar garð vegna þess að hún hefur yfirgefið heimili þeirra og föðurins … og þau hafa verið tekin frá vinum og heimaskóla … Söknuður eftir föður kemur einnig fram hjá sumum þeirra barna sem dvelja í kvennaathvörfum…“  (AogB) „Misjafnt er hvort börn sem dvelja í Kvennaathvarfinu séu í samskiptum við feður sína eða ekki…. barnaverndarnefnd hefur stundum bannað börnum að fara til feðra sinna…“ (BÝG)

„Ekkert barnanna hafði fengið vin til sín í Kvennaathvarfið. Tvö barnanna fóru einungis þrisvar sinnum út á þeim þremur mánuðum sem þau dvöldu í Kvennaathvarfinu, en vegna ofbeldismannsins var það ekki talið öruggt. Sömu börn stunduðu ekki skóla á dvalartímanum og fengu ekki kennslu í Kvennaathvarfinu.“ (BÝG)

Samstarf opinberra aðilja og starfsemi þessarar stofnunar eru með fullkomnum ólíkindum. Það endurspeglar lögleysu og siðleysi á grundvelli kvenfrelsunarbábilju um ofbeldi og illsku karla og leiðir til opinberrar misbeitingar valds og skattfjár. Jafnréttisverðlaun til stofnunar, sem útilokar börn frá feðrum sínum, er hryggileg. Það er gamalgróin og margreynd meðferðarregla, að affararsælast sé að (reyna að) leysa vanda í því umhverfi, sem hann er sprottinn úr. 

Arnar Sverrisson

Höfundur er ellilífeyrisþegi.

Ef þú lesandi góður vilt deila reynslu þinni hér í Þjóðarsálinni hvetjum við þig eindregið til að senda okkur þína sögu á hun@hun.is.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here