Kim Kardashian er að sjálfsögðu drottning sjálfsmyndanna en hún er líklegast fyrsta manneskja til að gefa út heila bók bara með sjálfsmyndum eða „Selfie“ eins og kaninn kallar það.
Sjálfsmyndir af brjóstaskorum eru þó ekki beint vinsælar heldur ætla rassa sjálfsmyndir að tröllríða öllu um þessar mundir og auðvitað er Kim þar fremst í flokki enda með virkilega lögulegan afturenda. Slúðurtímarit reyndu í gegnum tíðina að halda því fram að hún væri með sílikon í rassinum en Kim afgreiddi þær sögusagnir með því að láta taka röntgen mynd af honum í einum þættinum af Keeping Up With The Kardashians.
Módelið Amber Rose er byrjuð að veita Kim samkeppni eftir að hún sleit sambandi við barnsföður sinn nýverið og er hún orðinn ötull stuðningsmaður sjálfsmynda af rassinum sínum. Hún á þó enn þó nokkuð í land til að ná Kim Kardashian.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.