
Þetta er alveg svakalega gott pasta frá Fallegt og freistandi.
2 pakkar Pastella ravioli með osti 250 g
1 dl matreiðslurjómi
1 dl rifinn ostur
100 g skinka í strimlum
½ teningur af kjúklingakrafti
100 g klettasalat
1 msk sítrónusafi
2 msk ólífuolía
Salt og pipar
Sjóðið rjóma, ost, skinku og kjúklingakraft þar til osturinn er bráðnaður. Sjóðið pasta eftirleiðbeiningum á pakka og blandið saman við sósuna. Blandið klettasalati við sítrónusafa, ólífuolíu, salt og pipar og leggið ofan á pastað.
Smellið endilega á „like“ við Facebook síðu Fallegt & Freistandi

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.