Tveggja ára gömul kínversk stúlka gekk inn í nýtt aldursár með stæl fyrir skemmstu, en móðir litlu stúlkuunnar, sem er frá Shanxi héraðinu í Kína, lagði fram ríflega 20 milljónir íslenskra króna til að fagna afmælisdeginum.
Eins og bera gefur að skilja var ekki til sparað í neinu – en litla stúlkan fékk meðal annars sinn eigin tískupall, ljósmyndara sér til halds og trausts, þá var afmælið haldið á glæsihóteli og til skiptanna fékk afmælisbarnið smábarnafatnað frá Prada, Louis Vuitton, Dior, Burberrry og einmitt – flíkur sem hæfa forríkum smástúlkum.
Þema afmælisveislunnar var svo hátískusýning – sem barnið hefur eflaust átt erfitt með að njóta til fulls – enda stúlkan bara tveggja ára gömul. Ekki nóg með að litla stúlkan hafi klæðst hátískufatnaði frá helstu hönnuðum heims – heldur fékk móðir stúlkunnar einnig samskonar klæðnað sjálf – og voru því mæðgurnar alveg í stíl á stóra daginn.
Sjá einnig: Nokkrar pottþéttar leiðir til að klúðra uppeldinu
Ljósmyndir úr afmælisveislunni hafa birst á ýmsum heimsmiðlum undanfarna daga en athygli vekur þó að engir gestir virðast hafa sótt veisluna – ef frá er skilin móðir stúlkunnar sem er á þrítugsaldri og svo barnið sjálft, sem gekk tískupallinn í hinum fjölbreytilegustu múnderingum.
Sjá einnig: Hún fórnaði öllu fyrir son sinn – Hann þakkaði henni síðar (Varúð: þú ferð að skæla)
Hátískufatnaðinn keypti móðirin allan í Bandaríkjunum, Hong Kong og svo í Kóreu en leiða má lyktum að því að stærsti útgjaldaliðurinn hafi einmitt verið sérsniðinn smábarnafatnaðurinn.
Eins og fram kemur hér að ofan lagði móðir stúlkunnar, sem kýs eðli atburða samkvæmt, ekki að láta nafn síns getið – ríflega 20 milljónum króna í fatakaup – en þess utan kostaði glæsisalurinn á lúxushótelinu sitt, sérsmíðaður tískupallurinn var ekki ódýr að gerð og ljósmyndarinn tók sitt fyrir.
Aðspurð sagðí unga móðirin í viðtali við kínverska miðla að hún vilji gjarna að dóttir hennar læri góða siði og njóti alls þess fagra sem lífið hefur upp á að bjóða:
Við eigum ekki í neinum fjárhagsvanda og ég vil bara að dóttir mín njóti alls hins besta.
Háværar gagnrýnisraddir hafa verið á lofti og hafa óprúttnir bent réttilega á að litla stúlkan muni tæplega muna eftir afmælinu þegar fram líða stundir, enda nær ómálga smábarn.
Sjá einnig: Lítil stúlka blótar eins og enginn sé morgundagurinn
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.