Renna spennurnar úr hárinu þínu? – Það er til ráð við því!

Elli efst

Ert þú ein af þeim sem hefur lent í því að blása á þér hárið, krulla það með krullujárni/sléttujárni og setja svo hárið upp í semí messý uppgreiðslu en allar hárnálar/ömmuspennur renna úr hárinu? Greiðslan sem tók 50 mínútur helst uppi í sirka 5 mínútur og þú endar á því að gefast upp og sléttir bara hárið.

Ef svo er þá er þetta frábært ráð við því. Taktu Þurrsjampóbrúsann þinn og sprautaðu smá þurrsjampói  á hárnálarnar/ömmuspennurnar sem þú ert að fara að nota og BAMBBBB þær allt í einu haldast eins enginn sé morgundagurinn. Hárspray dugar líka en mér finnst lang best að nota þurrsjampó í þetta verk.

Ekki má gleyma einu gömlu og góðu ráði að krossa ömmuspennurnar. Með góðum spennum er það algjör snild en passa verður að hafa ekki of mikið hár á milli spenna.

 

SHARE