Réttur með lambakjöti, chili, raita ofl! – Uppskrift

Efni

  • Í Raita
  • 1 agúrka
  • 2 matsk. sítrónusafi
  • 1 bolli hreint jógúrt
  • 6 myntulauf, fínt söxuð
  • 1/2 tesk. salt
  • 1/4 tesk. malað cumen
  • Örlítill  cayenne pipar
  • Í kjötréttinn
  • 1 matsk olía
  • 1kg. lambahakk
  • 1 meðalstór rauðlaukur, skorinn í litla bita
  • Nýtt engifer (2.5 cm langur biti) afhýðað og saxað fínt  (u.þ.b. 1 matsk)
  •  1 hvítlauksrif, mjög fínt saxað
  • 3 tesk. garam masala (eða  2 tesk. karrí og örlítill kanill )
  • 1 tesk.  chili
  • 1/2 tesk.  salt
  • 1/2 tesk. svartur pipar
  • 1 bolli kókosmjólk
  • 4 dósir (793gr. hver)  niðursoðnir tómatar, í bitum (legi ekki hellt af)
  • 3 bollar grænmetissoð eða vatn
  • 1 miðlungi stór rauð papríka, skorin í bita
  • 1 dós (425 gr,) kjúklingabaunir, legi hellt af
  • 1/2 bolli kóríander lauf, rifin

Aðferð

  • Raita: Skerið hýðið af agúrkunni (ef vill), skerið hana eftir endilöngu í 4 bita. Hreinsið fræin (ef einhver eru) með skeið.
  • Notið gróft rifjárn til að raspa agúrkuna, hellið safanum af.
  • Hellið sítrónuafanum yfir agúrkuna og hrærið.
  • Bætið jógúrt, mintu, salti, kúmeni og cayenne pipar út í og blandið. Geymið inni í ísskáp þar til sósan er notuð.
  • Kjötrétturinn: Hitið olíuna í stórum potti. Setjið hakkið út í, steikið í 2-3 mín. Hrærið vel í svo að kjötið leysist vel í sundur.
  • Minnkið hitann niður í  miðlungs hita. Bætið rauðlauk, engifer, hvítlauk, garam masala, chili, salti og pipar út í, blandið vel saman svo að kryddið blandist kjötinu vel.
  • Bætið kókosmjólkinni út í ásamt tómötum, (og leginum af þeim!) grænmetissoðinu (eða vatni) og papríkunni. Blandið öllu vel saman og látið suðuna koma upp. Látið réttinn svo sjóða við lágan hita í klukkustund. Þá er baununum bætt út í og látið krauma í eina klukkustund til viðbótar. Þá er þessi réttur orðinn ótrúlega bragðmikill og góður!  

Berið fram í skálum eða á djúpum diskum,(sjá mynd)  látið eina skeið af kaldri jógúrtsósu ofan á hvern skammt og skreytið með kóríander. Gott að bera fram hrísgrjón með þessum rétti. 

Þessi uppskrift er úr bókinni American Flavor eftir Andrew Carmellini og hefur verið birt á mörgum  uppskriftarvefjum. 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here